Hvert er markmið rannsóknarinnar?

Markmið rannsóknarinnar er að rannsaka erfðabreytileika sem hafa áhrif á persónuleika og tengsl þessara eiginleika við heilsufar. 

Hvað felst í þátttöku?

Þátttaka tekur um 10-15 mínútur og felur í sér að:
• Undirrita yfirlýsingu um samþykki með rafrænum skilríkjum
• Svara rafrænum spurningalista

 

Hvað er persónuleiki?

Persónuleiki er yfirleitt skilgreindur sem það mynstur hugsunar, hegðunar og skapgerðar sem einkennir viðkomandi einstakling. Fimm helstu þáttum persónuleika hefur verið lýst með aðferðum tölfræðinnar, en þeir eru jafnlyndi (emotional stability; andhverfa neuroticism), úthverfa (extraversion), víðsýni (openness), samvinnuþýði (agreeableness) og samviskusemi (conscientiousness). Í þessari rannsókn beinum við sjónum okkar fyrst og fremst að þessum fimm þáttum, en að auki skoðum við sjálfsstjórn (self-control) sem vísar til getunnar til þess að stýra eigin hegðun.

Upplýsingar um verkefnið í síma 520-2800 eða rannsokn@rannsokn.is
© 1997 - 2020 Íslensk erfðagreining ehf. Allur réttur áskilinn.